Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að lög og reglur ESB - 580 svör fundust
Niðurstöður

Hvert er hlutfall bandarískra matvara á íslenskum neytendamarkaði?

Í greinargerð um tollabandalag ESB, sem unnin var af samningahópi ríkisstjórnar Íslands um fjárhagsmálefni í aðildarviðræðunum við ESB, kemur fram að ólíkt flestum öðrum Evrópuþjóðum flytja Íslendingar inn nokkuð mikið af matvöru frá Bandaríkjunum. Hlutfall innfluttra mat- og drykkjarvara frá Bandaríkjunum er þó e...

Geta ríki utan Evrópu sótt um aðild að Evrópusambandinu?

Í stuttu máli er svarið nei. Ríki utan Evrópu geta ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu þar sem 49. gr. sáttmálans um Evrópusambandið kveður á um að: „Sérhvert Evrópuríki, sem virðir þau gildi sem um getur í 2. gr. [sáttmálans um ESB] og einsetur sér að stuðla að þeim, getur sótt um að gerast aðili að sambandinu...

Í hvað er útgjöldum ESB varið?

Stærstu útgjaldaliðir Evrópusambandsins eru landbúnaðarstefnan og byggðastefnan. Því næst kemur samstarf aðildarríkjanna á sviði rannsókna, menntunar, nýsköpunar, samgangna og orkumála, verkefni á alþjóðavettvangi, rekstur stofnana ESB, málefni innflytjenda og flóttamanna, löggæsla, ytri landamæraeftirlit og fleir...

Er Evrópusambandið með einhvers konar Evrópuher og eru aðildarríkin skyldug til að taka þátt í honum?

Evrópusambandið hefur ekki eigin her á sínum snærum. Aðildarríki sambandsins starfa þó saman að öryggis- og varnarmálum og mynda hernaðarleg teymi í tengslum við ákveðin verkefni. Það er þó ávallt að frumkvæði einstakra ríkja og eru aðildarríki ekki skuldbundin til þátttöku. Frá árinu 1999 hefur ESB stefnt að þ...

Eru Kínverjar að kaupa upp Evrópu?

Í stuttu máli er svarið nei. Beinar fjárfestingar kínverskra fyrirtækja, þar á meðal frá Hong Kong, í ríkjum Evrópusambandsins voru aðeins 5,23% af erlendum fjárfestingum innan sambandsins árið 2010. Þá er heildarvirði fjárfestinga (Foreign Direct Investment Stock) Kínverja í ESB-ríkjum aðeins 0,49% af heildarvirð...

Hvetur ESB til einkaframtaks með stuðningi við fyrirtæki?

Evrópusambandið leggur áherslu á að skapa hagstætt umhverfi á innri markaði fyrir einkaframtak og nýsköpun. Meðal annars tryggir löggjöf ESB smáfyrirtækjum aðgang að ríkisaðstoð og styrkjum, einkum í gegnum byggðastefnu Evrópusambandsins, en smá og meðalstór fyrirtæki eru 99% allra fyrirtækja í ESB og því afar m...

Hvernig munu gjöld á innfluttar bifreiðar breytast ef Ísland gengur í ESB?

Ef Ísland gengur í Evrópusambandið verður lagður 10% tollur á bíla framleidda í þriðju ríkum, eins og Japan og Bandaríkjunum, í samræmi við tollskrá Evrópusambandsins. Eftir sem áður yrðu hins vegar engir tollar lagðir á bíla sem framleiddir eru í aðildarríkjum sambandsins. Vörugjöld og virðisaukaskatt þyrfti áfra...

Nettógreiðendur og nettóþiggjendur

Nettógreiðendur eru þau aðildarríki ESB kölluð sem greiða meira í sjóði ESB en þau fá til baka úr þeim. Að sama skapi eru nettóþiggjendur þau ríki sem fá meira úr sjóðum ESB en þau greiða í þá. Tekjur Evrópusambandsins samanstanda að langmestum hluta af framlögum frá aðildarríkjunum. Framlögin eru sett saman úr...

Er spilling landlæg í Brussel?

Ekki er hægt að gefa neitt einhlítt svar við því hvort spilling sé landlæg í Brussel. Spilling er hvarvetna til og á sér stað á landsvísu í Belgíu sem og í helstu stofnunum Evrópusambandsins, sem staðsettar eru í höfuðborg hennar. Niðurstöður kannana á viðhorfum almennings í Evrópu leiða í ljós að meirihluti svare...

Grænbækur ESB

Grænbækur (e. green papers, green books) eru skýrslur framkvæmdastjórnar ESB kallaðar sem er ætlað að örva umræður og hefja samráðsferli innan sambandsins um tiltekið efni. Yfirleitt eru margar hugmyndir settar fram í grænbók og einstaklingum eða samtökum boðið að setja fram sjónarmið og upplýsingar. Stundum kemur...

Stofnun ESB í öryggisfræðum

Stofnun ESB í öryggisfræðum (e. European Union Institute for Security Studies, EUISS) var komið á fót árið 2002. Hún er sjálfstæð stofnun Evrópusambandsins og starfar undir sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum. Meginhlutverk stofnunarinnar er að greina álitaefni í utanríkis-, öryggis- og varnar...

Eru refa- og minkaveiðar ólöglegar samkvæmt reglum ESB?

Heimskautarefir (Vulpes lagopus, áður Alopex lagopus) eru friðaðir samkvæmt reglum Evrópusambandsins en í löndum sambandsins þar sem refir lifa, Svíþjóð og Finnlandi, eru þeir í útrýmingarhættu. Staða refsins í íslenskri náttúru er allt önnur því að ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi. Hvergi er hins ve...

Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru?

Aðildarríkjum Evrópusambandsins ber að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil sambandsins, evru, og slíkt hið sama mundi gilda um Ísland ef við gerðumst aðili að sambandinu. Aðildarríkjunum er á hinn bóginn í sjálfsvald sett hvenær þau gerast aðilar að ERM II gengissamstarfinu en tveggja ára þátttaka í því, án gengisfe...

Leiðtogaráðið

Leiðtogaráð Evrópusambandsins (e. European Council) ákveður almenn pólitísk stefnumið og forgangsatriði sambandsins og er ætlað að vera drifkraftur í þróun þess. Það skilgreinir markmið Evrópusambandsins til meðallangs og langs tíma og tekur á málefnum sem snúa að almennri þróun ESB, sáttmálum og stofnunum samband...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í október 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör októbermánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Mannréttindasáttmáli Evrópu Hvað verður um landbúnað Íslendinga ef við göngum í ESB? Helstu sáttmálar ESB Hver eru OECD-ríkin og hva...

Leita aftur: